Ljótu kartöflurnar
Ljótu kartöflurnar eru kartöfluflögur, sem eins og nafnið gefur til kynna, eru gerðar úr kartöflum sem eru skringilegar í laginu eða neytendum þykir of stórar í laginu. Hingað til hafa innlendar kartöflur verið lítið nýttar í kartöflusnakk eða aðrar kartöfluafurðir. Ljótu kartöflurnar stuðla því að betri nýtingu innlends gæðahráefnis og minni matarsóun, fyrir utan hvað þær eru gómsætar!