Lava Cheese

Lava Cheese býr til stökkt snakk úr hreinum íslenskum osti. Hugmyndina að snakki úr hreinum osti kviknaði við þá uppljómun að besti osturinn er sá sem lekur úr samlokunni og bráðnar á samlokugrillinu. Upp úr því bragði þróuðu forsvarsmenn fyrirtækisins flögu sem varð að fyrstu vöru þeirra, Lava Cheese með chili. Síðan þá hafa tvær aðrar tegundir komið á markað, Lava Cheese með lakkrís og Lava Cheese með reyktum cheddar.

Lava Cheese má nú finna í flestum sælkerabúðum ásamt því að fást í Hagkaup, Samkaup, 10-11, Nettó, Olís og á fleiri stöðum.