Primex

Fyrirtækið Primex, sem staðsett er á Siglufirði, framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel en kítosan er verðmætt og eftirsótt efni, sér í lagi á erlendum mörkuðum. Hágæða kítosan hefur mjög eftirsótta eiginleika til framleiðslu á fæðubótarefnum, lausasölulyfjum, sárameðferðarefnum og snyrtivörum auk þess að vera notað í vínframleiðslu og nú í auknum mæli í matvæli. Í matvælaframleiðslu er efnið notað sem náttúrlegar trefjar og til að lengja geymsluþol matvæla og hefur þessi nýi notkunarmöguleiki opnað fyrirtækinu fleiri tækifæri.