Pure Natura

Framlag Pure Natura er fjölþætt. Hjá fyrirtækinu er úrgangi breytt í auðlind með því að nýta innmat sem fellur til við dilkaslátrun og er vannýttur til manneldis núorðið. Úr honum eru framleidd verðmæt bætiefni. Fullnýting hráefnis í landbúnaði þarf að verða að veruleika sem allra fyrst og þetta er vissulega innlegg í það.

Stefna Pure Natura er að stuðla að bættri heilsu fólks um allan heim, með því að verða leiðandi framleiðandi fæðuunninna vítamína og fæðubótarefna úr hágæða/heimsklassa hráefnum, þar með töldum innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum íslenskum jurtum.