Sælkerasinnep Svövu
Svava H. Guðmundsdóttir er hugmyndasmiðurinn að Sælkerasinnepi Svövu sem framleitt er á Íslandi en byggt á sænskum sið. Sælkerasinnep Svövu fæst nú í þremur bragðtegundum, sterkt með sætukeim, með aðalbláberjum og blóðbergi og það þriðja með kúmeni og ákavíti. Sinnepið er gott á grillmat, með grænmeti og með reyktum mat.
Svava notar bjór í uppskriftinni sem kemur frá Kalda að norðan. Upphaflega notaði Svava sinnepið til að glasera sænsku jólaskinkuna og hamborgarahrygginn en þróaði síðan fleiri bragðtegundir eftir ábendingar frá notendum.