Ecospíra
Ecospíra er matvælafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða heilsufæði byggt á spíruðum fræjum, baunum og korni. Fyrirtækið er staðsett í iðnaðarhúsnæði að Gjótuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt þar frá upphafi. Fyrirtækið hefur lífræna vottun frá vottunarfyrirtækinu Tún og fullt starfsleyfi til matvælaframleiðslu. Ecospíra hefur frá upphafi flokkað allan úrgang í lífrænan úrgang, pappír og plast og er mjög lítill úrgangur frá fyrirtækinu sem ekki er endurnýttur. Stofnandi og framkvæmdastjóri Ecospíru er Katrín H Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur.
Framleiðslan fer annars vegar fram í sérstökum spíruvélum þar sem framleiddar eru um 8-10 mismunandi tegundir af lífrænum spírum í hverri viku og hins vegar í hillukerfi þar sem framleiddar eru margar tegundir af smájurtum (e. Microgreens) fyrir veitingahús. Við spíruframleiðsluna er eingöngu notað sírennandi vatn og ljós. Framleiðslan er í gangi allan ársins hring.
Aðrir Frumkvöðlar
-
Gamli Bakstur
Gamli Bakstur hóf störf seinni part ársins 2020. Fyrsta varan sem Gamli Bakstur framleiðir er hátíðarlaufabrauð. Markmið Gamla Baksturs með…
-
geoSilica Iceland
Vörur frá geoSilica eru unnar úr 100% náttúrulegum kísli. geoSilica ehf framleiðir 100% náttúrulegt hágæða kísilsteinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.…
-
Sauðagull ehf.
Sauðagull býr til góðgæti úr sauðamjólk, eins og osta og konfekt. Vörur komu á markað 2019 og er Sauðagull eina…
-
North Marine Ingredients ehf
North Marine Ingredients ehf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í betri nýtingu hliðarafurða úr sjávarfangi með notkun kuldvirkra ensíma…
-
Urta Islandica ehf
Fjölskyldu fyrirtækið Urta Islandica ehf er byggt á grunni Urta Islandica, einkafyrirtækis Þóru Þórisdóttur myndlistarmanns og listfræðings. Hún hóf hönnun,…
-
Álfur brugghús- bjór úr kartöfluhýði
Við hjá brugghúsinu Álfi trúum því að það sé enginn bjór ef það er engin framtíð. Frá upphafi hefur sjálfbærni…
-
Korngrís frá Laxárdal
Korngrís frá Laxárdal er vörumerki Grís og flesk ehf. Okkar frumkvöðlastarf byggir á því að svínin okkar eru alin að…
-
Íslensk hollusta
Íslensk hollusta er með þara, íslenskar jurtir og ber og við erum ötul við að leita í gamlar hefðir til…