1000 ára Sveitaþorp
Í meir en hálfa öld hefur lífið í Þykkvabæ snúist um kartöflurækt. Sendinn og moldarblandaður jarðvegur skapar kjöraðstæður til kartöfluræktunar í þessu litla sveitafélagi. Ársæll Markússon, matreiðslumeistari og eigandi fyrirtækisins 1000 ÁRA SVEITAÞORP leggur áherslu á nærumhverfið og minnkun plasts og sérvelur og handpakkar ferskum kartöflum í umhverfis- og neytendavænar umbúðir.
Hann hefur ennfremur þróað kjötafurð, Skræður, sem er snakk úr hrossakjöti. Eins og segir á vefsíðunni þeirra „Matargerð og matarmenning víðsvegar úr heiminum hefur aldrei verið nær Íslendingum eins og í dag. 1000 ÁRA SVEITAÞORP vill endurspegla forvitni landans og seðja hungur þeirra með spennandi réttum þar sem íslenskar matarhefðir eru framreiddar á nýjan máta. Skræður eru ein af þessum hefðum“.