Arctic Barley – Loftpoppað bygg
Arctic Barley er íslenskt vörumerki þar sem framleiddar eru ýmsar tegundir af poppuðu byggi og er hugsað sem hollt og gott nasl milli mála eða sem múslí í jógúrt. Braga Stefaný Mileris og Hildur Guðrún Baldursdóttir, nemar í matvælafræði við Háskóla Íslands, eru hugmyndasmiðirnir á bakvið vörumerkið sem inniheldur engan viðbættan sykur, salt eða olíu. Bygg er stútfullt af trefjum og ýmsum vítamínum og margar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsubætandi áhrif þess. Fyrstu vörurnar sem fara á markað eru tvær tegundir af byggi, önnur blandan er með kanil, þurrkuðum eplum, kókos og kasjúhnetum en hin er múslíblanda með stevíu-súkkulaði, döðlum og kókos sem er góð í jógúrt.