Bone & Marrow

Bone & Marrow leitar í smiðju forfeðranna eftir æskilegri næringu fyrir nútímamanninn sem er í senn einföld, hrein og laus við hvers kyns auka- og uppfyllingarefni. Forsvarsmenn fyrirtækisins trúa því statt og stöðugt að slíkt fæði eigi erindi við nútímann. Til þess að fólk geti tekið góðar ákvarðanir, verið heilbrigt og hraust þarf það að fá heilnæmt fæði. Næringargildi og gæði forns fæðis er slíkt að það mætti með réttu kalla það ofurfæði. Slíkt fæði hefur ekki verið í tísku á undanförnum áratugum en það er að breytast hratt. Bone & Marrow kynnir brátt íslenskt beinaseyði á markað sem sína fyrstu vöru. Seyðið er framleitt úr íslenskum dýrabeinum, grænmeti og kryddjurtum.

Af hverju beinaseyði?
Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt manninum í gegnum aldirnar og er löng hefð fyrir neyslu á beinaseyði víða um heim. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir hágæðabeinaseyði aukist, sérstaklega á Vesturlöndum. Það er einkum heilnæmi beinaseyðisins sem gerir það eftirsóknarvert og hefur löngum verið talið að neysla á því sé styrkjandi fyrir húð, meltingu og liði.

Úr hverju er beinaseyði?
Beinaseyði er soðið úr íslensku vatni, íslenskum dýrabeinum, grænmeti og kryddjurtum. Þegar kemur að því að velja bein fyrir suðu er þess gætt að velja hágæðabein og að samsetning þeirra sé þannig að mikið sé um liði, brjósk og merg. Við suðu losnar kollagenprótein (1, 2 og 3) úr beinunum, fita úr mergnum og ýmis önnur efni úr brjóski og liðum, til að mynda glycosaminoglycans og amínósýrurnar glýsin, prólín og glútamín ásamt ýmsum öðrum snefilefnum. Til þess að tryggja að næringarefni losni úr beinunum er beinaseyðið soðið í 24 til 48 klukkustundir og verkað á ákveðinn hátt. Við lok suðunnar er grænmeti og kryddjurtum bætt út í.

Hvernig nota ég það?
Beinaseyðið frá Bone & Marrow er tilbúið til neyslu beint úr krukkunni. Það er hægt að drekka það heitt í staðinn fyrir kaffi eða te, það er hentugt sem millimál, sem próteindrykkur og til að nota eftir erfiðar íþróttaæfingar. Það er frábært sem súpu-, eða sósugrunnur, og til að gufusteikja kjöt og grænmeti upp úr eða hrísgrjón. Í raun hentar beinaseyði í uppáhaldsrétti hvers og eins. Sumir fá sér einn bolla á morgnana og aðrir fá sér einn bolla fyrir svefninn.