Ecospíra

Ecospíra er matvælafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða heilsufæði byggt á spíruðum fræjum, baunum og korni. Fyrirtækið er staðsett í iðnaðarhúsnæði að Gjótuhrauni 6 í Hafnarfirði þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt þar frá upphafi. Fyrirtækið hefur lífræna vottun frá vottunarfyrirtækinu Tún og fullt starfsleyfi til matvælaframleiðslu. Ecospíra hefur frá upphafi flokkað allan úrgang í lífrænan úrgang, pappír og plast og er mjög lítill úrgangur frá fyrirtækinu sem ekki er endurnýttur. Stofnandi og framkvæmdastjóri Ecospíru er Katrín H Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur.
Framleiðslan fer annars vegar fram í sérstökum spíruvélum þar sem framleiddar eru um 8-10 mismunandi tegundir af lífrænum spírum í hverri viku og hins vegar í hillukerfi þar sem framleiddar eru margar tegundir af smájurtum (e. Microgreens) fyrir veitingahús. Við spíruframleiðsluna er eingöngu notað sírennandi vatn og ljós. Framleiðslan er í gangi allan ársins hring.