Havarí

Á Karlsstöðum búa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson ásamt börnum. Þar starfrækja þau, gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merki Havarí. Havarí framleiðir Bulsur (grænmetispulsur) og framleiddu á tímabili sveitasnakk (flögur úr kartöflum, gulrófum og grænkáli). Allar vörur þeirra eru úr heilnæmum afurðum.

Markmið Havarí er meðal annars að stunda nýsköpun, framleiðslu og markaðssetningu á matvælum og bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á hressandi viðburði.