Havarí

Á Karlsstöðum búa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson ásamt börnum. Þar starfrækja þau, gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merki Havarí. Havarí framleiðir Bulsur (grænmetispulsur) og Sveitasnakk (flögur úr kartöflum, gulrófum og grænkáli). Allar vörur þeirra eru úr heilnæmum afurðum.

Markmið Havarí er meðal annars að stunda nýsköpun, framleiðslu og markaðssetningu á matvælum og Bjóða heimamönnum og ferðafólki upp á hressandi viðburði.