Hjalteyri SeaSnack

Hjalteyri SeaSnack er framleiðslu- og nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir sjávarsnakk úr fiskhráefni. Hjalteyri SeaSnack þróar og framleiðir gæludýrasnakk úr íslensku fiskhráefni eins og þorski og ýsu. Fyrirtækið hefur lagt ríka áherslu á að auka verðmætasköpun á afsettu hráefni með því að framleiða vörur úr beinahrati, hryggjum og roði fyrir gæludýramarkað. Mikil áhersla er lögð á að hráefnið komi frá sjálfbærum veiðum við Ísland, notuð sé umhverfisvæn orka við framleiðsluna og verið sé að búa til verðmæti úr illa nýttu eða afsettu hráefni. Fyrirtækið hefur yfir að ráða hentugu verksmiðjuhúsnæði á Hjalteyri sem býður upp á mikil tækifæri til stækkunar og aukinnar framleiðslu í framtíðinni.