Jökla – íslenskur mjólkurlíkjör

Fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn, Jökla, kemur á markað um mitt næsta ár. Pétur Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, hefur þróað og prófað drykkinn í tíu ár en þetta er í fyrsta sinn hérlendis sem framleiddur er áfengur drykkur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs.