Jurt Hydroponics
Nýsköpunarfyrirtækið Jurt Hydroponics var stofnað til að framleiða plöntur með sérstakri tækni og sjálfbærum aðferðum. Fyrsta vara fyrirtækisins, Nordic wasabi, hefur hlotið lof á íslenskum veitingahúsum en ræktunin fer fram í hátæknigróðurhúsum á Egilsstöðum. Ræktunin fer fram með endurunninni orku, plönturnar fá næringu úr hreinu íslensku vatni þar sem nútíma verkfræðilausnir eru notaðar við framleiðsluna. Fyrirtækið sérhæfir sig í vistvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu þar sem plönturnar eru ræktaðar án jarðvegs en með næringarefnum í vatni þar sem ræturnar fá næringu með óvirkum lífrænum efnum eins og til dæmis möl.