Kaldi brugghús

Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi var stofnuð árið 2006 af hjónunum Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Þeim langaði að framleiða vandaðan bjór með miklu bragði og varð bjór eftir tékkneskri hefð frá 1842 fyrir valinu en þau fengu tékkneskan bruggmeistara í lið með sér. Útkoman varð Kaldi; íslenskur bjór, bruggaður eftir tékkneskri hefð, ógerilsneyddur, enginn viðbættur sykur og án rotvarnarefna. Til að byrja með var gert ráð fyrir ársframleiðslu upp á 160.000 lítra en árið 2016 var framleiðslugetan orðin 700.000 lítrar. Í dag er Kaldi með 10 tegundir á markaði en fimm af þeim eru árstíðabundnar. Yfirbruggari Kalda í dag er Sigurður Bragi Ólafsson og í Bruggsmiðjunni starfa þar 12 starfsmenn. Ásamt bjórgerð bjóða hjónin upp á bjórböð og nýlega kom nýtt ís­lenskt sjáv­ar­snakk með bjór­bragði, Kaldi Beersnack, á markað sem framleitt er í samstarfi við Hjalteyri SeaSnack, á Hjalteyri við Eyja­fjörð.