Kombucha Iceland

Fyrirtækið Kombucha Iceland var stofnað í nóvember 2016. Drykkurinn sem fyrirtækið framleiðir, KOMBUCHA Iceland er gerjað te og inniheldur fjölbreytt úrval af heilsubætandi efnasamböndum. Drykkurinn er náttúrlega kolsýrður og hefur bæði sætt og skemmtilega súrt bragð. KOMBUCHA Iceland inniheldur pólýfenól, ensím, vítamín og gagnlegar lífrænar sýrur sem gera drykkinn mjög næringarríkan.

Við gerð Kombucha er byrjað á því að hella upp á gæðate og sykri bætt út í. Þegar te-ið nær réttu hitastigi er gerjunin sett í gang. Um er að ræða svipað ferli og við framleiðslu á jógúrti, bjór og víni. Notuð er lifandi örveruþyrping sem kallast SCOBY (e. Symbiotic Colony of Bacteria and Yeast), sem knýr áfram gerjunina og nærist á sykrinum og koffíninu.