Lamb street food
Lamb street food er nýtt vörumerki sem er þróað og unnið í samstarfi við kjötafurðastöðina Norðlenska. Um er að ræða nýja nálgun á kebab, en segja má að hér sé tekið svona íslenskt tvist á kebabið. Sívaxandi hópur neytenda í dag er meðvitaður um gildi þess að borða hreinan og hollan mat og gerir kröfu um rekjanleika fæðunnar.
Markmiðið var frá upphafi að framleiða staðlaða, hreina lambakjötsafurð í sérflokki, án íblöndunar- og bindiefna eins og tíðkast víða erlendis. Frampartur lambsins er notaður, enda hæfileg blanda af fitu og vöðva en til að laða fram rétta bragðið er kjötið meðal annars kryddað með hvönn, birki, blóðbergi og íslensku salti frá Norðursalt. Mikill tími fór í að þróa keiluna sem lambakjötið fer á.
Lamb street food er við Grandagarð 7, 101 Reykjavík.