Norðursalt

Saltframleiðsla Norðursalts fer fram á Karlsey við Reykhóla í Breiðafirði eftir danskri aðferð frá árinu 1753. Nýttur er jarðhiti á svæðinu við framleiðslu á saltflögum fyrirtækisins. Nokkrar bragðtegundir eru í boði eins og bláberja, lakkrís, rabarabara og reykt salt og eru vörur fyrirtækisins nú seldar í 10 löndum. Fyrirtækið hefur fengið virt alþjóðleg verðlaun, Red Dot, fyrir einstaka umbúðahönnun.