Sætt&Salt – súkkulaðigerð

Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir framleiðir handgert súkkulaði heima hjá sér í bílskúrnum í Súðavík undir merkjunum Sætt&Salt. Elsa bragðbætir súkkulaðið með aðalbláberjum og blóðbergi úr hlíðinni fyrir ofan sig. Hún á erfitt með að anna eftirspurn enda rennur framleiðslan út en hluti af markaðssetningu Elsu er að hafa fáa endursöluaðila. Nú fæst súkkulaðið í Bláa Lóninu, í verslunum Rammagerðarinnar, á Súðavík, Ísafirði, Bolungarvík, Borgarnesi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum.