Uppskriftirnar eru neðar á þessari síðu!

Forsetafrúin og verndari kokkalandsliðsins afhenti verðlaunin á uppskeruhátíð 28.05.2018 Vinningshafar í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg samkvæmt dómnefnd:

  1. sæti Harðfisksúpa. Baldur Garðarsson
  2. sæti Íslenskt ramen, rófunúðlukjötsúpa. Hafliði Sævarsson
  3. sæti Brauðsúpuábætir. Anna Lára Pálsdóttir
  4. sæti Rófugrautur. Helga Jóna Þorkelsdóttir
  5. sæti Nesti smaladrengsins. Hafsteinn Hjartarson

Vinsælasti rétturinn samkvæmt netkosningu var: Fjallagrasa brulee eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur

Bæði Íslendingar og útlendingar tóku svo sannarlega við sér og sendu okkur 107 hugmyndir og uppskriftir að þjóðlegum réttum. Þar kennir margra grasa allt frá njólasúpu, grasystingi og grjúpáni í skemmtilega útfærða samtímarétti. Gaman að segja frá því að fleiri karlmenn sendu inn hugmyndir en konur. Algengustu hugmyndirnar án uppskriftar voru kótilettur í raspi, plokkfiskur og svo komu líka hugmyndir að lúxuspylsum ýmist með fiski eða kjöti.

Vinningar voru ekki af verri endanum stútfullar gjafakörfur af matvörum frá Beint frá býli, Mjólkursamsölunni og flugmiði frá Air Iceland Connect fyrir fyrsta sætið.

Netumfjallanir og myndir: Morgunblaðið, Vísir, Bændablaðið, Forsetaembættið, Viðskiptablaðið, Veitingageirinn, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Að auki mun Gestgjafinn birta grein og myndir um keppnina og sömuleiðis tölublað Air Iceland Connect sem heitir My North.

vinningar

Við höldum áfram að safna matarminningum en til að skrá þær inn er smellt hér og skruna niður síðuna þar sem hægt er að fylla inn í formið fyrir matarminningar.

Takk fyrir okkur og verði ykkur að góðu!

Veitingastaðirnir sem eru í samstarfi við okkur munu velja einn rétt á matseðilinn sinn í sumar. Þannig er hægt að leggja land undir fót og koma bragðlaukunum í hátíðarskap. Þvílík stemmning!

Undanúrslit

Eftirtaldir 15 réttir voru valdir af kennurum og nemendum í Hótel- og matvælaskólanum. Valið var erfitt enda fjölbreyttar og gríðarlega flottar hugmyndir sem bárust.

Nemendur fengu leyfi til að útfæra réttina og þær myndir sem fylgja réttunum eru þeirra útfærslur. Dómnefnd hefur valið 5 bestu réttina að þeirra mati en þeir réttir verða ekki gerðir opinberir fyrr en 28. maí 2018. Formaður dómnefndar var Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum.  Dómnefnd skipaði: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Berglind Festival,  Eirný í Búrinu, Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöru- og matarhönnuður.

Aðrar Uppskriftir